Setur Viðreisn í vanda

Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður.